Fagkaup ehf
Fagkaup ehf
Fagkaup rekur verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt og Áltak.

Innheimtufulltrúi

Fagkaup leitar að áreiðanlegum og jákvæðum einstakling í starf innheimtufulltrúa. Starfstöð er á skrifstofum Fagkaupa í Klettagörðum.

Um fullt starf er að ræða á stórum og skemmtilegum vinnustað.

Allar frekari upplýsingar um okkur er að finna á heimasíðu okkar www.fagkaup.is eða hjá mannauðs- og fræðslufulltrúa Fagkaupa: asta@fagkaup.is

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með innheimtu viðskiptakrafna
Símsvörun, þjónusta og afgreiðsla erinda frá viðskiptavinum
Utanumhald með viðskiptamannabókhaldi og innheimtu
Umsjón með söluuppgjörum
Upplýsingagjöf til fjármálastjóra og annara stjórnenda
Önnur tilfallandi verkefni innan fjármáladeildar
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
Þekking á BC viðskiptamannakerfi mikill kostur
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
Góð almenn tölvukunnátta
Góð íslensku og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
Opið vinnurými
Samgöngustyrkur
íþróttastyrkur
Jafnlaunavottun
Hádegismatur
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.