
DHL Express Iceland ehf
Alþjóða hraðsendingar og fraktsendingar um allan heim í lofti, á sjó, með bílum og lestum. Vöruhúsalausnir, allt frá pökkun til geymslu, póstsendingar um allan heim, sem og aðrar sérhæfðar lausnir á sviði vörustjórnunar - DHL færir þér úrval flutningsleiða og yfirburði heim að dyrum.
Að starfa fyrir DHL þýðir að taka ábyrgð, sigrast á ögrandi áskorunum og vaxa og þroskast sem hluti af fjölbreyttu alþjóðlegu starfsliði.
Nýttu þér margskonar spennandi möguleika á starfsframa til að skila góðum árangri með okkur og vera hluti af stærsta flutningafyrirtæki í heimi.
DHL býður fjölbreytt störf með mikla möguleika á öllum starfsþrepum í öllum heimshlutum. Sem starfsmaður hjá okkur færðu tækifæri til að móta með góðri vinnu í góðum hópi þína eigin framtíð bæði í starfi og leik. Saman myndum við fyrirtæki sem við getum verið virkilega stolt af.

Innheimtufulltrúi
DHL Express Iceland ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í innheimtu í fjárhagsdeild fyrirtækisins á starfsstöð sinni í Ármúla 3, 108 Reykjavík.
Leitað er að metnaðarfullum, árangurdrifnum, og sjálfstæðum einstakling með ríka þjónustulund sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreyttu alþjóðlegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini, aðstoð með úrlausn mála.
- Fylgjast með greiðsluskuldbindingu viðskiptavina og sjá um innheimtu á útistandandi kröfum.
- Stuðningur við bókhaldsdeild.
- Annast innri og ytri endurskoðun varðandi innheimtumál og fjárhagslega afstemmingu og önnur tilfallandi verkefni í fjárhagsdeild.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla af störfum við innheimtu kostur.
- Menntun og/eða reynsla af störfum bókara kostur.
- Reynsla af notkun viðskipta-og upplýsingarkerfa skilyrði.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
- Góð Excel-og almenn tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Hreint sakavottorð er skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur, skv. stefnu fyrirtækisins.
- Árlegur lýðheilsustyrkur skv. stefnu fyrirtækisins.
- Menntastyrkur skv. stefnu fyrirtækisins.
Auglýsing birt13. júní 2025
Umsóknarfrestur23. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingÁrsreikningarHreint sakavottorðMannleg samskiptiSkýrslurUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Dropp

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Gjaldkeri - Innheimtufulltrúi
Avis og Budget

Fjármálastjóri
Umbra - þjónustumiðstöð stjórnarráðsins

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

BÓKHALD aðstoðarmanneskja - Ferðaskrifstofa
Eskimos Iceland

Sölufulltrúi Hertz Reykjavík
Hertz Bílaleiga

Útflutningur og skjalagerð - söludeild
Arnarlax ehf

Verkalýðsfélag Grindavíkur óskar eftir starfsmanni í almennt skrifstofustarf
Verkalýðsfélag Grindavíkur

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri
Eignarekstur ehf

Bókari / skrifstofustarf
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Sérfræðingur í launavinnslu
Aðalbókarinn ehf