Lög og Innheimta ehf. óskar eftir Lögmanni

Lög og Innheimta Borgartún 27, 105 Reykjavík


Lög og Innheimta ehf. óskar eftir Lögmanni

Við leitum að lögmanni með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi. Um er að ræða framtíðarstarf hjá spennandi og öflugu fyrirtæki. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar innheimtu, ráðgjafar og samningagerðar, úrlausnarefni á sviði kröfuréttar, málflutningur og ábyrgð á mætingum í Héraðsdóma og hjá Sýslumannsembættum.

Hæfniskröfur:

  • Meistara- eða embættispróf í lögfræði er skilyrði. 
  • Áhugi og þekking á sviði innheimtumála og kröfuréttar er æskileg
  • Reynsla af málflutningi æskileg
  • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Sjálfstæði og nákvæmni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta starfað bæði sjálfstætt og í hóp
  • Hreint sakavottorð

Lög & Innheimta ehf. sinnir lögfræðilegri innheimtu og annarri málafærslu fyrir viðskiptavini sína og er í nánu samstarfi við Inkasso en þannig bjóða fyrirtækin viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn í innheimtumálum sínum. Starfsfólk Laga & Innheimtu sinnar ýmiss konar málum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, húsfélög, sveitafélög og fjöldan allan af stofnunum víðsvegar um landið auk þess að bjóða upp á innheimtu erlendra krafna.

Auglýsing stofnuð:

14.12.2018

Staðsetning:

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi