indó sparisjóður
indó sparisjóður

indó leitar að þjónustusnillingi

Viltu vinna hjá indó?

Ertu lausnamiðaður samskiptasnillingur sem kannt að hugsa út fyrir bankann? Þá gætum við verið að leita að þér!

Við hjá indó erum að leita að drífandi og metnaðarfullum þjónustufulltrúa í teymið okkar. Við leitum að áhugasömum orkubolta með menntun og reynslu sem nýtist í starfi. Það er þó engin þörf á að vera bankasérfræðingur, enda erum við ekki banki, en reynsla af sambærilegu starfi er vissulega mikill kostur.

Viðkomandi mun standa í fremstu víglínu við að veita okkar frábæru viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu í gegnum síma og tölvupóst ásamt því að veita þeim stuðning við fjölbreytt viðfangsefni. Starfið felur jafnframt í sér að byggja upp tengsl við viðskiptavini með gleði og jákvæðni í fyrirrúmi.

Við hvetjum öll kyn og fólk á öllum aldri sækja um starfið.

Tekið er á móti umsóknum á Alfreð.
Vinsamlega látið fylgja með ferilskrá og kynningarbréf með umsókninni.

Umsóknarfrestur er 5. október 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Linda Björk Sumarliðadóttir: linda@indo.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Veita okkar frábæru viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu

Svara fyrirspurnum viðskiptavina og veita þeim stuðning við fjölbreytt viðfangsefni

Byggja upp tengsl við viðskiptavini og strá hamingju

Læra allt um indó og verða algjör indói

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Þjónustulund og drífandi persónuleiki

Samskiptasnillingur sem elskar að leysa vandamál

Gott frumkvæði og óhrædd/ur/tt við áskoranir

Að skilja að á bak við hverja fyrirspurn er manneskja með sögu

 

 

Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur5. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Nóatún 17, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupósti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar