Félagsleg stuðningsþjónusta
Félagsleg stuðningsþjónusta

Iðjuþjálfi/sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur í félagslegri stuðningsþjónustu

Fjölskyldusvið Árborgar auglýsir stöðu iðjuþjálfa/sjúkraþjálfara/íþróttafræðings í félagslegri stuðningsþjónustu laust til umsóknar. Spennandi framþróun er í málaflokknum. Um er að ræða 75% starfshlutfall í dagvinnu, sveigjanlegur vinnutími.

Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri og þverfaglegri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning að leiðarljósi. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun í heimahúsum, þróun, ráðgjöf
  • Uppbygging innan málaflokksins
  • Mat á þjónustuþörf og endurhæfingu í heimahúsum
  • Samskipti og samvinna við aðrar stofnanir
  • Teymisvinna og þverfaglegt samstarf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun til starfsréttinda sem og íslenskt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
  • Starfsreynsla og þekking á sviði endurhæfingar og/eða virkniþjálfunar æskileg
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvæg
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og þróun í málaflokknum
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur
Auglýsing birt24. nóvember 2025
Umsóknarfrestur4. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænamörk 5, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar