Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Iðjuþjálfi í heimhjúkrun

Heimaþjónustan auglýsir lausa stöðu iðjuþjálfa í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í 50-100% dagvinnu.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast nýju þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur einstaklingsbundna iðjuþjálfun
  • Metur færni skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs og metur þörf fyrir þjónustu
  • Metur þörf fyrir hjálpartæki og breytingar á nærumhverfi
  • Veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir aðstandendur inn á heimilum
  • Samskipti við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, starfsfólk félagslegrar heimaþjónustu, skjólstæðinga, aðstandendur sem og við aðrar stofnanir
  • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi og verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi frá embætti landlæknis
  • Starfsreynsla sem iðjuþjálfi æskileg
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta C1 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Betri vinnutími
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Menningakort Reykjavíkurborgar
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
  • Fjölmörg tækifæri til fræðslu og starfsþróunar
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur18. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar