Árblik
Árblik
Árblik

Iðjuþjálfi í dagdvölinni Árblik og dagþjálfuninni Vinaminni

Dagdvölin Árblik og dagþjálfunin Vinaminni auglýsir eftir að ráða iðjuþjálfa í 60% stöðu. Árblik er almenn dagdvöl fyrir eldri borgara og Vinaminni er sértæk dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Unnið er alla virka daga, frí um helgar og rauða daga. Iðjuþjálfi í dagdvöl og dagþjálfun starfar samkvæmt lögum og reglugerð sem við eiga og samkvæmt stefnu Sveitarfélagsins Árborgar.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðla að aukinni virkni, þátttöku og sjálfstæði. 

  • Gerð og umsjón virkniplana. 

  • Meta þörf fyrir hjálpartæki og sjá um pöntun. 

  • Gera frummöt og meta þjónustuþörf reglulega. 

  • Heldur utan um og framkvæmir minnispróf. 

  • Veita starfsfólki faglega ráðgjöf. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi sem iðjuþjálfi. 

  • Reynsla af með öldruðum og einstaklingum sem eru með heilabilunarsjúkdóma og færni til að koma á móts við ólíkar þarfir þeirra. 

  • Góð tölvufærni áskilin. 

  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.  

  • Færni í mannlegum samskiptum. 

  • Góð Íslenskukunnátta áskilin. 

  • Jákvæðni, þolinmæði, stundvísi og heiðarleiki áskilin 

Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænamörk 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar