Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu. Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í Heimahjúkrun. Um er að ræða 100% framtíðarstarf, frá og með 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og glæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf eru höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Iðjuþjálfi vinnur sjálfstætt en er í náinni samvinnu við aðra starfsmenn heimahjúkrunar. Hann veitir stuðning og ráðgjöf til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra varðandi aðbúnað á heimili og úrræði þannig að skjólstæðingur geti verið öruggur í daglegu umhverfi sínu. Hann styður skjólstæðinga við að fylgja meðferðaráætlun og endurmetur þarfir þeirra í samræmi við hana. Lögð er áhersla á aðgengilega þjónustu og að skjólstæðingar séu virkir í meðferð. Iðjuþjálfi vinnur að því að efla og viðhalda iðju og færni þannig að skjólstæðingur geti sinnt sínum daglegu verkefnum eins og hægt er. Iðjuþjálfi sinnir einnig stuðningi, ráðgjöf og fræðslu til starfsmanna heimahjúkrunar.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun til starfsréttinda sem iðjuþjálfi og íslenskt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
3 ára starfsreynsla æskileg
Góð almenn tölvukunnátta (word, excel, powerpoint, outlook)
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Færni til að vinna í þverfaglegu teymi
Fagleg vinnubrögð og áhugi á að vinna við heimahjúkrun
Sjálfstæði í starfi
Gilt ökuleyfi
Hreint sakavottorð
Góð íslenskukunnátta, í töluðu og rituðu máli
Góð enskukunnátta
Auglýsing stofnuð16. maí 2023
Umsóknarfrestur30. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Miðhraun 4, 210 Garðabær
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.