Framúrskarandi sölufólk

Icelandic Times Síðumúli 29, 108 Reykjavík


Hefur þú áhuga á markaðsmálum, ferðaþjónustu, tungumálum, menningu, arkitektúr, hönnun, nýsköpun og viðskiptum?  

Icelandic Times lítill, sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum og góðum starfsanda.

Við erum að leita að framúrskarandi sölufólki með létta lund, fallega framkomu og skapandi hugsun að selja markaðsefni fyrir tímarit og vefmiðla Icelandic Times og Land og sögu.

 Icelandic Times er gefið út á ensku, frönsku, þýsku og kínversku. Íslensk útgáfa tímaritsins heitir Land og Saga. Tímaritin fjalla um allt sem viðkemur ferðaþjónustu á Íslandi, menningu, nýsköpun og viðskiptum. Þar að auki hefur Land og saga sérhæft sig í umfjöllun um skipulagsmál, arkitektúr og hönnun.

 Um er að ræða spennandi markaðsstarf sem meðal annars felur í sér að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að koma sér á framfæri á kínamarkað í gegnum kínverska samskiptamiðla.

 Næg verkefni og árangursdrifin laun. Frábært tekjutækifæri fyrir duglegt fólk. Sveigjanlegur vinnutími.

 

Icelandic Times &
Land og saga
Síðumúla 29
108 Reykjavik

 

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Síðumúli 29, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi