Við leitum að fljúgandi færum verkefnastjóra

Icelandair Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður


Við leitum af verkefnastjóra í Technical Management til að hafa umsjón með uppsetningu og útgáfu á langtíma viðhaldsáætlun fyrir flugvélaflota félagsins.  Viðkomandi mun leiða vinnu við að greina og skipuleggja langtíma viðhald flugvéla félagsins, vinna náið með viðeigandi hagsmunaaðilum og gefa út viðhaldsáætlun.  Starfið krefst ríkrar greiningarhæfni og mjög góðra samskiptahæfileika.

Technical Management er deild innan Tæknisviðs Icelandair í Hafnarfirði sem ber ábyrgð á lofthæfi flugflota félagsins.

 Verkefni

 • Uppsetning og utanumhald langtíma viðhaldsplans
 • Manntímagreining út frá fyrri viðhaldsaðgerðum
 • Samskipti og samvinna við viðhaldsstöð og leiðarkerfisstjórnun
 • Önnur tilfallandi greiningar og umbótavinna

Hæfniskröfur

 • Tæknimenntun sem nýtist í starfi
 • Mjög góðir samskiptahæfileikar
 • Góð greiningarhæfni og kunnátta í framsetningu gagna
 • Þekking á viðhaldi flugvéla er kostur
 • Góð tölvukunnátta og mjög góð færni í excel
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð öryggisvitund

Umsóknir óskast fylltar út eigi síðar en 26. maí 2019.

Nánari upplýsingar veita:

Geirfinnur Smári Sigurðsson, deildarstjóri, geirfinnur@icelandair.is

Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri, sveinaj@icelandair.is

Umsóknarfrestur:

26.05.2019

Auglýsing stofnuð:

16.05.2019

Staðsetning:

Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi