Sumarstarf á söluskrifstofu í Keflavík

Icelandair Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær


Sumarstarf á söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Icelandair leitar að öflugum liðsmönnum á söluskrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

 

Starfssvið:

 • Upplýsingagjöf, ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini
 • Sala á flugfargjöldum og hótelgistingu
 • Útgáfa ferðagagna
 • Önnur tilfallandi verkefni


Hæfnikröfur:

 • Menntun í ferðafræðum, IATA UFTAA próf er æskilegt
 • Þekking og reynsla af farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg
 • Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund
 • Hæfni til að vinna í hópi
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Um er að ræða tímabundna ráðningu frá febrúar/mars út ágústmánuð 2019, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

 Unnið er á vöktum 2-2-3.

 Við leitum að áhugasömum einstaklingum í spennandi og krefjandi starf í alþjóðlegu og skemmtilegu starfsumhverfi.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ólafía G. Ólafsdóttir,Manager, olafia@icelandair.is


Umsóknir óskast útfylltar ásamt ferilská eigi síðar en 17. febrúar næstkomandi.

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf Sérfræðistörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi