Náttúrufræðistofnun
Náttúrufræðistofnun

Húsráður

Náttúrufræðistofnun auglýsir laust til umsóknar 50% starf húsráðs á starfsstöð stofnunarinnar í Garðabæ. Starfið felst í almennri umsjón með húsnæði, bifreiðum og húsbúnaði ásamt þjónustu við starfsfólk þeirra stofnana sem hafa starfsstöð í húsnæðinu. Auk þess er viðkomandi tengiliður vegna aðkeyptrar þjónustu s.s. ræstingar, sorphirðu og fleira.

Leitað er að þjónustulunduðum og handlögnum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt.

Starfið heyrir undir sviðsstjóra rekstrar og mannauðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og eftirlit með húsnæði, lóð, bifreiðum og húsbúnaði
  • Umsjón með ræstingum, sorphirðu, umhirðu á lóð, snjómokstri og hálkuvörnum og er tengiliður við verktaka
  • Er tengiliður við fyrirtæki vegna þjónustusamninga
  • Umsjón með smærri vöruinnkaupum og rekstrarþáttum
  • Ýmis aðstoð við starfsfólk, sendiferðir og móttaka sendinga
  • Er öryggisvörður á starfsstöð stofnunarinnar í Garðabæ
  • Ýmis önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Almenn starfsreynsla og þekking sem nýtist í starfi.
  • Bílpróf skilyrði.
  • Samskiptafærni til að skiptast á almennum upplýsingum við starfsfélaga og viðskiptavini.
  • Geta til að vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar og tímaplani.
  • Iðnmenntun er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar