

Hugsar þú í lausnum og ert með skipulagið á hreinu?
Hópbílar leitar eftir lausnamiðuðum og skipulögðum vaktstjóra í akstursdeild. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við skipulagningu ferða og samskipti og þjónustu við bílstjóra og viðskiptavini, auk ýmissa verkefna er snúa að innri starfsemi fyrirtækisins.
Um er að ræða tvær stöður en unnið er í vaktavinnu. Annars vegar frá 06:00 - 18:00 (2-2-3 vaktarkerfi) og hins vegar frá 17:30 - 02:00 (7-0-7 vaktarkerfi).
Hópbílar er hluti af samstæðu nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja í eigu eignarhaldsfélagsins Pac1501 ehf. Undir þeim hatti eru í dag félögin Airport Direct, Bushostel, Hagvagnar, Hagvagnar Þjónusta, Hópbílar, Reykjavík Sightseeing og Gray Line Iceland.
Hjá félögunum starfar í dag breiður hópur starfsmanna sem hefur yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu að ráða. Við ætlum að leggja allan okkar metnað í það að vera fyrsti kostur í hópferðum hér á landi þar sem gæði, þekking og þjónusta eru allt saman þættir sem eru okkur að leiðarljósi í daglegu starfi.











