Össur
Össur
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana. Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku. Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.
Össur

Hugbúnaðarsérfræðingur | Software Developer

Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?

Össur leitar að hugbúnaðarsérfræðing sem hefur brennandi áhuga og metnað til að takast á við skemmtileg og fjölbreytt forritunarverkefni.

Unnið er í teymum með reyndum hópi prófara, vörustjóra og forritara. Unnið er í nánu samstarfi við notendur og aðra hagsmunaaðila.

Við hvetjum ykkur til að kíkja við á LinkedIn síðu Össurar HÉR.

Þar má finna skemmtilegar umfjallanir um verkefnin sem við höfum verið að vinna að til að bæta hreyfanleika fólks. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku starfsfólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þróun og viðhald núverandi lausna
Samvinna með þróunarteymum og hagaðila við innleiðingu á nýjum lausnum
Þátttaka í kröfugreiningu og hönnun lausna
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla af forritun
Jákvæðni, frumkvæði og hæfni til að vinna í teymi
Framsýni og áhugi á tækni og nýjungum
Þjónustulund og góð samskiptahæfni
Mjög góð enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
Líkamsræktarstyrkur
Mötuneyti
Auglýsing stofnuð8. júní 2023
Umsóknarfrestur18. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.