
KAPP ehf
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
KAPP er einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar. Helstu viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, smásölu, flutningum og í almennum iðnaði.
Hjá KAPP samstæðunni starfa um 90 starfsmenn og erum við með starfsöðvar á eftirfarandi stöðum: Kópavogi, Akranesi, Þorlákshöfn, Grundarfirði og Vestmannaeyjum og Seattle, Bandaríkjunum.

Hugbúnaðarsérfræðingur
KAPP óskar eftir að ráða til framtíðarstarfa forritara með brennandi áhuga á að taka þátt í hönnun á nýjum söluverkum, vélum og lausnum félagsins.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í aðstöðum félagsins á Akranesi og/eða Kópavogi. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hátæknilausnum fyrir sjávarútveg sem og aðra iðnaði. Starfið tilheyrir hönnunardeild KAPP Skagans og vinnur að lausnum er snúa að vöruflóru og -framboði félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forritun, prófanir og uppsetning á búnaði
- Þróun og viðhald á HMI og SCADA lausnum
- Aðstoða þjónustu deild, t.d. við bilanagreiningar, gagnaöflun os.frv
- Veita þjálfun og aðstoð til viðskiptavina sem og samstarfsfélaga
- Önnur tilfallandi störf í samvinnu við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af PLC forritun (skilyrði)
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og lausnamiðuð hugsun
- Hæfni í samskiptum og að vinna með öðrum
- Rík þjónustulund
- Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og rituð
Þekking og reynsla á eftirfarandi þáttum er mikilvægt
- PLC – Schneider Electric stýringar og hugbúnaðarlausnir
- SCADA – AVEVA System Platform
- HMI – Flutter
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bakkatún 30, 300 Akranes
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Regulatory Affairs Specialist
Nox Medical

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Infrastructure Engineer
CCP Games

Senior QA Analyst
CCP Games

Reynslumikill forritari / Experienced programmer
Careflux ehf.

Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Scientist – Development of fishing gear technology – two-year position
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur við þróun á veiðarfæratækni
Hafrannsóknastofnun

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Power BI & Power Automate sérfræðingur
Iceland Hotel Collection by Berjaya