
KAPP ehf
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
KAPP er einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar. Helstu viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, smásölu, flutningum og í almennum iðnaði.
Hjá KAPP samstæðunni starfa um 90 starfsmenn og erum við með starfsöðvar á eftirfarandi stöðum: Kópavogi, Akranesi, Þorlákshöfn, Grundarfirði og Vestmannaeyjum og Seattle, Bandaríkjunum.

Hugbúnaðarsérfræðingur
KAPP óskar eftir að ráða til framtíðarstarfa forritara með brennandi áhuga á að taka þátt í hönnun á nýjum söluverkum, vélum og lausnum félagsins.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í aðstöðum félagsins á Akranesi og/eða Kópavogi. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hátæknilausnum fyrir sjávarútveg sem og aðra iðnaði. Starfið tilheyrir hönnunardeild KAPP Skagans og vinnur að lausnum er snúa að vöruflóru og -framboði félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forritun, prófanir og uppsetning á búnaði
- Þróun og viðhald á HMI og SCADA lausnum
- Aðstoða þjónustu deild, t.d. við bilanagreiningar, gagnaöflun os.frv
- Veita þjálfun og aðstoð til viðskiptavina sem og samstarfsfélaga
- Önnur tilfallandi störf í samvinnu við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af PLC forritun (skilyrði)
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og lausnamiðuð hugsun
- Hæfni í samskiptum og að vinna með öðrum
- Rík þjónustulund
- Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og rituð
Þekking og reynsla á eftirfarandi þáttum er mikilvægt
- PLC – Schneider Electric stýringar og hugbúnaðarlausnir
- SCADA – AVEVA System Platform
- HMI – Flutter
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Bakkatún 30, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Specialist LS - Central
Iceland Hotel Collection by Berjaya

Sérfræðingur á vörusviði
Lyfja

Leiðandi sérfræðingur á Heilbrigðisþjónustusviði
Sjúkratryggingar Íslands

Deputy Corporate Secretary
Amaroq Minerals Ltd

Kennari í fagbóklegar greinar og teikningu - Byggingatækniskólinn
Tækniskólinn

Rekstrarstjóri viðhalds og þjónustu
Jarðboranir

Útibússtjóri Verkís á Austurlandi
Verkís

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin

Sérfræðingur í birgðastýringu
Krónan

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Sveitarfélagið Hornafjörður