Tæknifulltrúi í vettvangsþjónustu óskast!

Hringdu Ármúli 27, 108 Reykjavík


Hringdu auglýsir eftir framúrskarandi tæknifulltrúa í Vettvangsþjónustu einstaklinga. Aldurstakmark er 20 ár.


Hvað ertu að fara gera?

 • Uppsetningar á ýmiss konar netbúnaði hjá einstaklingum
 • Veita ráðgjöf fyrir þráðlaust net
 • Rekja línur í húskassa
 • Stunda ýmsa lagnavinnu
 • Og fleira!


Hæfniskröfur

 • Reynsla af lagnavinnu og uppsetningu netbúnaðar er mikill kostur
 • Afburða tækni- og tölvukunnátta
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Snyrtimennska
 • Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði og þjónustulund
 • Áhugi á fjarskiptum

Um Hringdu

Hringdu er lítið en ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar geta unnið sig upp í starfi. Hér vinna fáar hendur mörg og mismunandi verk og er því starfið fjölbreytt, reynslumikið og ríkt af ábyrgð. Við fáum sendan mat í vinnuna fimm daga vikunnar en drögum fram grillið við góð tækifæri. Starfsmannafélagið Svaraðu sér fyrir góðu skemmtanalífi og hér elska allir kaffi & ketti.

Hringdu hefur hlotið viðurkenningu VR sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2017, 2018 og 2019.

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

19.07.2019

Staðsetning:

Ármúli 27, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi