NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Hresst NPA aðstoðarfólk óskast

Ég er 62 ára maður með MND sjúkdóm, búsettur í Kópavogi ásamt konu og dóttur. Ég leita að lífsglöðum, traustum og opnum einstaklingi sem vill vera partur af daglegu lífi mínu og ekki síður fylgja mér í ævintýrin, hvort sem þau eru hér heima eða úti í heimi.

Óska ég því eftir einstaklingi sem er reiðubúinn að vera mér til stuðnings á öllum þeim dögum, góðum sem slæmum, sem sjúkdómurinn minn kann að færa.

Um starfið:
Dagarnir mínir eru fjölbreyttir og misrólegir – stundum afslappaðir, stundum meira fjör. Ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og því er starfið bæði krefjandi en gefandi. Ég hef gaman af íþróttum, útivist, ferðalögum og að uppgötva nýja staði.

Þar sem ég á bíl með hjólastólalyftu er mikilvægt að þú hafir bílpróf og sért örugg/ur bak við stýrið.

Þar sem MND veldur smám saman versnandi færni munu þarfir mínar breytast og því gæti umfang og eðli starfsins þróast með tímanum. Ég leita því að einstaklingi sem er sveigjanlegur, lausnamiðaður og tilbúinn að læra nýtt eftir því sem aðstæður breytast.

Ég er að leitast eftir fólki sem getur unnið dagvaktir frá 9-17 og einstakar kvöldvaktir frá 17-23. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun janúar í síðasta lagi.

Kröfur:

  1. Bílpróf, reykleysi og hrein sakaskrá (skilyrði)
  2. Góð kunnátta í íslensku og ensku (skilyrði)
  3. Hress, jákvæður og opinn einstaklingur sem er til í allskyns verkefni
  4. Áreiðanleiki, aðlögunarhæfni, stundvísi og gott viðmót
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða við allar athafnir daglegs lífs
  • Keyra milli staða
  • Vera til í útivist og ferðalög ef til kemur
  • Vera mér góður félagsskapur og stuðningur
Auglýsing birt25. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar