

Hress aðstoðarkona óskast!
Heimilisstörf, listir, menning, góðgerðarmál, ferðalög, bæjarferðir og chill! Ef þessi listi höfðar til þín – lestu þá áfram.
Ég er hreyfihömluð kona á besta aldri, bý í Kópavogi og er að leita að aðstoðarkonu til starfa í NPA þjónustu. Ég hef gaman af lífinu og er úti um allt að gera alls konar hluti eins og að fara í sund og á menningarviðburði. Ég er í leiklist, sinni fjölbreyttum góðgerðarstörfum og sjálfboðaliðastörfum svo eitthvað sé nefnt.
- Ég óska eftir aðstoðarkonu í allt að 40% starf sem kemur til mín nokkur síðdegi í viku, 3-4 klukkutíma í senn.
- Til dæmis mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og stöku laugardaga en ég get verið sveigjanleg. Vinnutími er almennt seinni partinn, á milli til dæmis 14 og 18.
Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum til að auðvelda mér daglegt amstur. Starfið er minna eiginleg umönnun.
Ef þú hefur gaman af lífinu, getur tekið leiðsögn og átt auðvelt með mannleg samskipti þá er ég að leita að þér!
Konur 25 ára og eldri hvattar til að sækja um.
ATH: Þarf að geta hafið störf strax!






















