NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.
NPA miðstöðin

Hress aðstoðarkona óskast!

Heimilisstörf, listir, menning, góðgerðarmál, ferðalög, bæjarferðir og chill! Ef þessi listi höfðar til þín – lestu þá áfram.

Ég er hreyfihömluð kona á besta aldri, bý í Kópavogi og er að leita að aðstoðarkonu til starfa í NPA þjónustu. Ég hef gaman af lífinu og er úti um allt að gera alls konar hluti eins og að fara í sund og á menningarviðburði. Ég er í leiklist, sinni fjölbreyttum góðgerðarstörfum og sjálfboðaliðastörfum svo eitthvað sé nefnt.

  • Ég óska eftir aðstoðarkonu í allt að 40% starf sem kemur til mín nokkur síðdegi í viku, 3-4 klukkutíma í senn.
  • Til dæmis mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og stöku laugardaga en ég get verið sveigjanleg. Vinnutími er almennt seinni partinn, á milli til dæmis 14 og 18.

Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum til að auðvelda mér daglegt amstur. Starfið er minna eiginleg umönnun.

Ef þú hefur gaman af lífinu, getur tekið leiðsögn og átt auðvelt með mannleg samskipti þá er ég að leita að þér!

Konur 25 ára og eldri hvattar til að sækja um.

ATH: Þarf að geta hafið störf strax!

Helstu verkefni og ábyrgð
Vera til taks í sundferðum, bæjarferðum og við að sinna áhugamálum ásamt aðstoð við:
Heimilisstörf
Útisvæði við heimilið
Umhirðu farartækis
Menntunar- og hæfniskröfur
ICELANDIC SPEAKING ONLY!
Kvenkyns
30 ára eða eldri
Tóbakslaus
Læs og talandi á íslensku
Kattarvinur, það er köttur á heimilinu
Sveigjanleg og lausnamiðuð
Opin og jákvæð
Áreiðanleg og stundvís
Bílpróf
Getur sinnt helstu heimilisstörfum
Auglýsing stofnuð31. maí 2023
Umsóknarfrestur14. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
200 Kópavogur
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.Veiplaus
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.