Hótel Exeter
Exeter Hótel er 106 herbergja hótel í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er glæsilega hannað og með skemmtilegum veitingastað, bar og bakaríi. Öll herbergi og svítur eru með nútímalegum húsgögnum, þráðlausu interneti, ísskáp og kaffivél. Einnig býðst hótelgestum að slaka á í notalegu gufubaði og nýta sér líkamsræktaraðstöðu hótelsins.
Hótelstjóri - Exeter Hotel
Við leitum að kraftmiklum hótelstjóra til að leiða daglegan rekstur Exeter Hotel.
Starfið felur í sér að skipuleggja og stýra öllum þáttum hótelsins, þar á meðal gestamóttöku, bókunum, þrifum, viðhaldi fasteignar og mannauðsmálum. Hótelstjóri mun vinna náið með eigendum að því að tryggja gæðastaðla, rekstraráætlanir, einstaka upplifun fyrir gesti og hvetjandi umhverfi fyrir starfsfólk.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur
- Starfsmannamál
- Fjármál og tekjustýring
- Sala og markaðsmál
- Birgðahald og innkaup
- Samskipti við samstarfsaðila og eigendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af hótel- og/eða veitingarekstri
- Menntun í hótelstjórnun eða iðnnám í tengdum greinum er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Góð þekking á fjármálum og greiningarhæfni á rekstrartölum
- Færni í tölvukerfum; þekking á Godo Property, Travia og DK kerfum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur22. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
FramúrskarandiNauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)