Vaktstjóri í Sal

Hótel Reykjavík Centrum Aðalstræti 16, 101 Reykjavík


Hótel Reykjavík Centrum óskar eftir að ráða vaktstjóra í sal fyrir veitingastaðinn Uppsali. Mikilvægt er að viðkomandi hafi ástríðu og metnað fyrir starfi sínu og vilji leggja sitt af mörkum fyrir heildina. Vinnutími samkvæmt vinnufyrirkomulagi 2-2-3.

Starfssvið
Umsjón með daglegri vaktskipan og stjórnun.
Undirbúningur í veitingasal.
Umsjón með pöntunum og talningu í samráði við veitingastjóra.
Uppgjör dagsins.
Yfirumsjón gæðastaðla og verklagsferla.
Þjálfun starfsfólks.
Önnur verkefni.

Hæfniskröfur
Menntun og / eða reynsla í þjónustu.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Skipulögð vinnubrögð.
Fagmennska og jákvæðni.
Góð íslensku og enskukunnátta æskileg

Hótel Reykjavík Centrum er staðsett á Aðalstræti 16, í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið hefur 93 herbergi, Uppsalir Bar & Café, 2 fundarherbergi og morgunverðarsal.

Umsóknarfrestur:

21.04.2019

Auglýsing stofnuð:

08.04.2019

Staðsetning:

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi