Móttökustjóri

Hótel Ísland Ármúli 9, 108 Reykjavík


Langar þig að vinna í krefjandi og alþjóðlegu umhverfi þar sem þjónustulund þín og hæfileikar til að vinna með öðru fólki njóta sín? Hefur þú metnað til að ná árangri og löngun til að laða fram það besta í samstarfsfólki? Ertu jákvæð/ur og drífandi um leið og þú tryggir góðan aga og skipulag?

Ef svo er þá leitum við nú að sterkum leiðtoga í starf gestamóttökustjóra á Hótel Íslandi. Móttökustjóri gegnir lykilhlutverki í stjórnendateymi hótelsins en starfið kallar á mjög náið samstarf við yfirþernu, sölustjóra og hótelstjóra. Vinnutími er alla jafna virka daga frá 8:00 til 16:00 en krefst sveigjanleika þegar þörf er á.

 

Gestamóttökustjóri leiðir öflugt starfslið móttökustarfsmanna og ber ábyrgð á þjónustu við gesti hótelsins en helstu verkefni eru:

 • Starfsmannahald og skipulag vakta
 • Þjálfun starfsfólks
 • Samskipti við gesti  
 • Dagsuppgjör
 • Gæðaeftirlit
 • Endurbætur á ferlum og verkefnastjórnun
 • Hámarka hliðarsölutækifæri

 

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi á hóteli og starfsmannastjórnun er nauðsynleg
 • Mikil tölvukunnátta og færni til að læra á ný kerfi
 • Talnagleggni
 • Jákvætt viðhorf við áskorunum og þörf til þess að vaxa í starfi
 • Góð færni í íslensku og ensku skilyrði og önnur tungumálakunnátta er mikill kostur.
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Hæfileikinn til þess að vinna í hópi

 

Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Kristmundsson hótelstjóri í síma 698 8998 og á póstfanginu gulli@hotelisland.is.

Umsóknum skal skilað fyrir 24. júní á netfangið cv@hotelisland.is en hvatt er til að sækja um sem fyrst þar sem unnið verður úr umsóknum eftir því sem þær berast.

 

Við hlökkum til að heyra í þér!

 

 

Umsóknarfrestur:

23.06.2019

Auglýsing stofnuð:

13.06.2019

Staðsetning:

Ármúli 9, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi