Hjallastefnan leikskólar ehf.
Hjallastefnan ehf er framsækið menntafyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta. Skólar Hjallastefnunnar starfa ákaflega sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.
Hólmasól á Akureyri - Matartæknir/Aðstoðarmatráður
Hjallastefnuleikskólinn Hólmasól á Akureyri leitar eftir matartækni eða aðstoðarmatráð.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi um áramót.
Ábyrgðarsvið:
- Setur upp fjölbreytta og næringarríka matseðla sem mæta næringarþörf barna í samvinnu við matráð.
- Skólinn telur 140 börn og 40 starfmenn.
- Góð þekking á sérfæði.
Dagleg verkefni:
-
Aðstoð við gerð og framreiðslu matar.
-
Aðstoðar við gerð matseðla fyrir hvern mánuð skólaársins.
-
Aðstoðar við innkaup á matar- þurr- og ræstivöru skólans sé þess óskað af matráði.
-
Matartæknir/Aðstoðarmatráður er staðgengill matráðs og sér um hans störf þegar hann er fjarverandi.
-
Matartæknir og aðstoðarmatráður sinna störfum sem stjórnendur ætla viðkomandi með tilliti til starfssviðs.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi og rík þjónustulund
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Helgamagrastræti
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Starf í framleiðsludeild / Position in the production depart
Minigarðurinn
Matreiðslumaður / Kitchen Staff
Tapas barinn
Matráður við leikskólann Eyrarvelli
Fjarðabyggð
Afgreiðsla og eldhús á Yuzu í Hveragerði
YUZU
Kokkur í hlutastarfi / Part Time Chef
Aurora Hótel
Morgunverðareldhús/ Breakfast kitchen assistant
Iceland Parliament hótel
Starf í mötuneyti starfsfólks
IKEA
Aðstoðarmatráður í leikskólann Grænatún
Grænatún
Head chef
ION Adventure Hotel
Pizzubakari / Pizza Chef
Flatey Pizza
Aðstoðarmaður í eldhús
Aðalþing leikskóli
Leikskólinn Mánagarður - mötuneyti
Skólamatur