VSB verkfræðistofa
VSB verkfræðistofa
VSB er fjölhæf verkfræðistofa á sviði mannvirkjagerðar og framkvæmda. VSB veitir viðskiptavinum ráðgjöf með lausnum sem  einkennast af hagkvæmni, fagmennsku og áreiðanleika. Á stofunni starfa um 38 manns. VSB hefur aðsetur í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ.
VSB verkfræðistofa

Hönnuður lagna- og loftræsikerfa

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hönnuðar lagna- og loftræsikerfa. Hönnuður lagna- og loftræsikerfa starfar á byggingasviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hönnun lagna- og loftræsikerfa og gerð séruppdrátta auk annarra tilheyrandi verkefna við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda
Gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana, skýrslna
Önnur almenn ráðgjöf og hönnun
Ábyrgð á gerð og gæðum hönnunargagna í samræmi við gæðakerfi og stefnu VSB
Að fylgjast með í samráði við fagstjóra, faglegri þróun í faggreininni þ.m.t. bóka-útgáfu, tímaritum, greinaskrifum, hugbúnaði o.s.frv.
Samskipti við samstarfsaðila í hönnunarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Iðnmenntun í tengdri starfsgrein er kostur (s.s. pípulögnum)
Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
Góð samskipta- og samstarfshæfni
Góð kunnátta á Revit
Brennandi áhugi að þróa verklag við hönnun
Auglýsing stofnuð4. október 2022
Umsóknarfrestur18. október 2022
Starfstegund
Staðsetning
Bæjarhraun 20, 220 Hafnarfjörður
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutoCadPathCreated with Sketch.Revit
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.