BM Vallá
BM Vallá
BM Vallá

Byggingarverkfræðingur- Byggingartæknifræðingur

BM Vallá leitar að öflugu starfsfólki í hönnunarteymi húseiningasviðs fyrirtækisins, þar sem forsteyptar Smellinn húseiningar eru framleiddar og hannaðar.

Um er að ræða spennandi starfstækifæri fyrir rétta aðila í skemmtilegu og dýnamísku umhverfi. Starfstöðvar geta verið staðsettar á Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík eða á Höfðaseli 4, Akranesi.

Um er að ræða 100% framtíðarstarf en skilgreindur vinnutími er frá kl. 8-16 eða samkvæmt samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •          Verkefnastjórnun hönnunarverkefna og samskipti við viðskiptavini
  •          Hönnun burðarvirkisteikninga
  •          Umsjón við hönnun forsteyptra eininga og gerð verkteikninga fyrir framleiðsludeild
  •          Önnur tilfallandi verkefni í tækni- og hönnunardeild
Menntunar- og hæfniskröfur
  •          Menntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
  •          Kunnátta og reynsla af tölvuteikningu í Autocad og Revit nauðsynleg
  •          Reynsla af gerð verkteikninga og byggingavinnu er kostur
  •          Mjög góð tölvukunnátta
  •          Jákvæðni og framúrskarandi lipurð í samskiptum
  •          Þjónustulund, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Auglýsing birt24. október 2024
Umsóknarfrestur15. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Breiðhöfði 3, 110 Reykjavík
Höfðasel 4, 301 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutocadPathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.IðnfræðingurPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar