Hönnuðir
Slippurinn Akureyri framleiðir eigin vörulínu til matvælavinnslu undir nafninu DNG. Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði. Verkefnin snúa flest að eigin framleiðsluvörum Slippsins en einnig að sérlausnum fyrir viðskiptavini.
Slippurinn hefur sterka markaðshlutdeild þegar kemur að hönnun og framleiðslu á vinnslubúnaði fyrir fiskiskip og fiskvinnslur.
Hönnunardeild heyrir undir framleiðslusvið fyrirtækisins og er fyrirtækið með starfsstöðvar á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu. Vegna mikilla umsvifa og fjölgunar verkefna, leitum við nú að snjöllum hönnuðum til að bætast í frábæran hóp starfsmanna Slippsins, á báðar starfsstöðvar félagsins.
-
Hönnun vinnslu- og vélbúnaðar fyrir matvælavinnslur
-
Frágangur teikninga til notkunar í framleiðslu.
-
Þátttaka í vöruþróunarstarfi félagsins
-
Frágangur söluteikninga og kynningarefnis í samráði við markaðsstjóra
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tæknifræði, verkfræði, vélaverkfræði
-
Reynsla í notkun þrívíddar hönnunarforrita t.d. Inventor eða SolidWorks
-
Vinna vel í teymi og geta tekið virkan þátt í alþjóðlegu vinnuumhverfi
-
Hafa gott vald á íslensku og ensku, norðurlandamál er kostur
-
Reynsla af matvælaiðnaði er kostur