Airport Associates
Airport Associates
Airport Associates

Hlutastörf í farþega- og farangursþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Farþega- og farangursþjónusta Airport Associates leitar að metnaðarfullu og þjónustumiðuðu starfsfólki í hlutastörf í sumar. Airport Associates er flugafgreiðslu fyrirtæki við Keflavíkurflugvöll sem veitir þjónustu allan sólahringinn.

Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni í hröðu og spennandi vinnuumhverfi þar sem samskiptahæfni og þjónustulund skipta lykilmáli.

Í boði eru hlutastörf í 35% og 50% starfshlutfalli, dag- og kvöldvaktir.

Helstu verkefni og ábyrgð í farþegaþjónustu:

  • Innritun farþega og farangurs
  • Skimun og staðfesting vegabréfa og nauðsynlegra ferðagagna
  • Þjónusta á hliði og byrðing farþega
  • Samskipti við farþega
  • Þjónustuborð flugfélaga
  • Aðstoð við sjálfsinnritun farþega

Helstu verkefni og ábyrgð í farangursþjónustu:

  • Gerð skýrslna vegna seinkunar eða skemmda á farangri farþega
  • Undirbúningur farangurs til sendingar innanlands og utan
  • Samskipti við farþega, upplýsingagjöf og almenn þjónusta
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Góð enskukunnátta
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
  • Góð tölvukunnátta og geta til þess að læra á ný kerfi
  • Reynsla af þjónustustörfum æskileg
  • Hreint sakavottorð

Nýtt starfsfólk í farþegaþjónustu mun sækja tveggja vikna þjálfunarnámskeið áður en störf hefjast formlega. Námskeiðið veitir starfsfólki nauðsynlega þekkingu og færni til að veita faglega þjónustu við bæði flugfélög og farþega.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Margret Scheving, mannauðssérfræðingur, [email protected]

Íris Ósk Guðlaugsdóttir, mannauðssérfræðingur, [email protected]

Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. mars 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar