Satt Restaurant
Satt Restaurant
Við byggjum á gömlum, góðum hefðum og færum þær til nútímans í léttri og hollri matargerð þar sem ferskleiki og bragðgæði hráefnisins fá að njóta sín umvafin ilmandi kryddjurtum. Satt er með lifandi starfsemi allan daginn og býður jafnt hótelgesti sem og aðra gesti velkomna í morgunverð, hádegisverð, kaffi og kvöldverð. Einnig erum við með glæsilegt bröns hlaðborð um helgar. Leyfðu bragðlaukunum að koma í Satt ævintýri. Stórt langborð, svokallað "Communal table", er fyrir þá sem vilja hittast saman í hópi eða eru einir og ófeimnir við að spjalla við ókunnuga. Við “Communal table” nýtur þú matarins í þakklæti með öðrum, kynnist fólki og blandar geði við heimamenn.

Hlutastörf á Satt Restaurant

Icelandair hótel Reykjavík Natura leitar að jákvæðu og drífandi starfsfólki í þjónustu í veitingasal á Satt Restaurant. Um er að ræða hlutastörf, bæði morgunvaktir og kvöldvaktir í boði.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu störfum kostur
  • Rík þjónustulund og vönduð framkoma
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Snyrtimennska, stundvísi og sveigjanleiki
  • Jákvæðni og vilji til að taka að sér fjölbreytt verkefni
  • Góð enskukunnátta skilyrði


Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst næstkomandi.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Ýr Þórðardóttir, Mannauðsstjóri, hilduryrth@icehotels.is


Icelandair hótel er fyrirtæki sem starfar í alþjóðlegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur ­hópur með sameiginleg markmið, þar sem borin er virðing fyrir gestum, samstarfsmönnum og náttúrunni

Auglýsing stofnuð26. júlí 2022
Umsóknarfrestur10. ágúst 2022
Starfstegund
Staðsetning
Nauthólsvegur 52 , 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.