Norrænahúsið
Norrænahúsið
Norrænahúsið

Hlutastarf í þjónustuteymi Norræna hússins - í einu fallegasta húsi Reykjavíkur

Norræna húsið leitar að jákvæðum og ábyrgum einstaklingum með brennandi áhuga á menningu til starfa í gestamóttöku, bæði á bókasafni og í sýningarrými hússins ásamt tilfallandi leiðsögn og aðstoð við viðburði.

Um er að ræða tilfallandi helgarvaktir í tímastarfi sem henta vel einstaklingum í námi, á eftirlaunum eða með annarri vinnu. Í boði er lifandi starfsumhverfi þar sem listir, menning og norrænt samstarf eru í forgrunni.

Vinnutími

  • Vaktir á laugardögum og/eða sunnudögum kl. 10:00–17:00.
  • Tilfallandi virkir dagar eftir nánara samkomulagi, s.s. vegna afleysinga, aðstoð við viðburði, leiðsagnir eða tímabundinna verkefna.
  • Ráðning miðast við janúar 2026, eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka gesta, með áherslu á hlýlega þjónustu og góða upplifun.
  • Aðstoð við bókaskil og útlán á bókasafni hússins.
  • Upplýsa gesti um sýningar, viðburði og dagskrá hússins.
  • Aðstoð við viðburði ásamt tilfallandi leiðsögn.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gott vald á einu skandinavísku tungumáli (dönsku / norsku / sænsku), ensku og færni í íslensku kostur.
  • Reynsla af gestamóttöku í safna- eða menningarstarfi er kostur.
  • Rík þjónustulund, jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni.
  • Áhugi á listum, menningu og norrænu samstarfi.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
DanskaDanska
Nauðsyn
Meðalhæfni
NorskaNorska
Valkvætt
Meðalhæfni
SænskaSænska
Valkvætt
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Sæmundargata 11
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SnyrtimennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar