
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Hjúkrunarstjóri í heimaþjónustu Vesturmiðstöðvar
Heimaþjónustan í Vesturmiðstöð auglýsir eftir faglegum og öflugum hjúkrunarstjóra til starfa. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.
Hjúkrunarstjóri er stjórnandi í sameinaðri heimaþjónustu og ber ábyrgð á daglegri stýringu þjónustu sem veitt er í samráði við deildarstjóra. Unnið er eftir markmiðum, hugmyndafræði og gæðastefnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi sem skilar sér í öflugri þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Situr í stjórnendateymi starfsstaðar og leysir deildarstjóra af eftir þörfum.
- Fagleg ábyrgð á þjónustu heimahjúkrunar.
- Stjórnar og heldur utan um starfsmannamál, vinnufyrirkomulag og vinnuskyldu starfsmanna.
- Ábyrgð á gæðamálum, lyfjum, hjúkrunarvörum, RAI mati og skráningakerfi SÖGU.
- Stuðlar að góðu starfsumhverfi og jákvæðri liðsheild.
- Tekur þátt í kennslu og starfsþjálfun nema og starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi.
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur.
- Reynsla af stjórnunarstörfum á sviði hjúkrunar.
- Víðtæk reynsla í hjúkrun ásamt reynslu af hjúkrun aldraðra og langveikra.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvætt og lausnarmiðað viðhorf.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Þekking og reynsla af skráningarkerfum hjúkrunar og öðrum þeim kerfum sem starfsstöð vinnur með æskileg.
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
- Stuðnings- og ráðgjafateymi
Auglýsing birt30. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HjúkrunarfræðingurMannauðsstjórnunOpinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (22)

Heimastuðningur Norðurmiðstöð sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri í búsetukjarna í Brautarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúa vantar á íbúðarkjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri í íbúðarkjarna að Lindargötu 64
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Þorraseli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum stuðningsráðgjafa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar / læknanemar - Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umönnun Droplaugarstaðir - sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri öldrunarmála
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Störf í tímavinnu í neyðarskýli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgafi á skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmen
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vertu hluti af framtíð velferðarþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun – Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingar Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar/sjúkraliðanemar og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliðar í heimahjúkrun-Sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar, sjúkraliðanemar og læknanemar - sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð - Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarnemar 3. og 4. árs á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heimaspítali krabbameinsþjónustu
Landspítali

Ert þú hjúkrunarfræðingur í leit að vinnu með sveigjanleika?
Vinnuvernd ehf.

Forstöðumaður hjúkrunar á Eir – Kraftmikill leiðtogi óskast
Eir hjúkrunarheimili

Þjálfunar- og rannsóknarsetur - Sálfræðideild HR
Háskólinn í Reykjavík

Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar á 3. og 4. ári takið eftir; skemmtileg störf í boði á meltingar- og nýrnadeild
Landspítali

Framúrskarandi hjúkrunarfræðingur
Seltjörn hjúkrunarheimili

Hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunarheimilið Seltjörn
Seltjörn hjúkrunarheimili

Sjúkraliði á Líknardeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á Líknardeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Landspítali