Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hjúkrunarheimili
Markmið Sóltúns er að veita íbúum sínum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.
Sóltún hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri hjúkrunar

Staða hjúkrunarfræðings með faglega verkefnastjórn í Sóltúni er laus.

Starfið felur m.a. í sér að vera faglegur leiðtogi og skipuleggja, stýra og bera ábyrgð á almennum hjúkrunarstörfum og þjónustu við íbúa. Einnig umsjón með ákveðnum verkefnum og að stuðla að stöðugum umbótum á þjónustu og starfsumhverfi í samvinnu með hjúkrunarstjóra. Viðkomandi leysir hjúkrunarstjóra af og er hluti af stjórnendateymi hæðarinnar.

Starfshlutfall 80-100% og vaktafyrirkomulag samningsatriði.

Áhugasöm eru hvött til að fá nánari upplýsingar um starfið hjá Hildi Björk Sigurðardóttur, forstöðumanni Sóltúns. Tölvupóstur hildurbjork@soltun.is eða sími 590-6002.

Auglýsing stofnuð19. maí 2023
Umsóknarfrestur30. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.