Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð HH

Vilt þú verða hluti af öflugum hópi hjúkrunarfræðinga á Upplýsingamiðstöð HH?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við Upplýsingamiðstöð HH. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs á dagvinnutíma. Æskilegt er að viðkomandi geta hafið störf 1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Vegna aukinna umsvifa leitum við að hjúkrunarfræðingum sem eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífelldri þróun. Möguleiki getur verið á fjarvinnu að hluta til, í samráði við yfirmann.

Ef þú hefur áhuga á fjölbreyttri vinnu og framþróun í heilsugæslunni þá hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Svara erindum á netspjalli Heilsuveru
  • Veita símaráðgjöf og forflokka erindi til heilsugæslustöðva
  • Sinna ferðamannaheilsuvernd
  • Vinna fræðsluefni fyrir þekkingarvef Heilsuveru
  • Önnur þróunarverkefni í fjarheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Sjálfstæði í starfi, skipulagningarhæfni og öguð vinnubrögð
  • Reynsla af heilsugæslu er æskilegt
  • Reynsla af störfum á heilbrigðisstofnun á landsbyggðinni er kostur
  • Mikill sveigjanleiki og samskiptahæfni
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Þönglabakki 1, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar