

Hjúkrunarfræðingur - Rjóður
Viltu vinna á fjölskylduvænum vinnustað með frábæru samstarfsfólki?
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í okkar góða hóp. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun og líflegt starfsumhverfi þar sem vinnuandinn einkennist af samvinnu, stuðningi og góðum liðsanda. Unnið er í vaktavinnu og er ráðið í starfið frá 1. janúar 2024 eða eftir nánara samkomulagi.
Rjóður, sem staðsett er í Kópavogi, er deild innan Landspítala sem sinnir hjúkrunar- og endurhæfingarinnlögnum fyrir langveik börn og þar starfa um 30 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Á deildinni er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við alvarleg langvinn veikindi og fatlanir að stríða og veitt er fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

























































