Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæsluna á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 100% starf á Selfossi. Um er að ræða starf á heilsugæslu auk skólahjúkrunar.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugri heilsugæslustöð, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Um er að ræða almenna heilsugæsluhjúkrun, heilsueflandi móttökur auk skólahjúkrunar. 
  • Starfið er fjölbreytt með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.
  • Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldu þeirra er höfð að leiðarljósi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun.
  • Starfsleyfi landlæknis.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf.
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur17. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Árvegur 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar