Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í Endurhæfingarteymi Austurmiðstöð

Endurhæfing í heimahúsi, Austurmiðstöð auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Starfshlutfall er 60-80% eftir samkomulagi. Starfsstöð er Hraunbær 119.

Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Þjónustan er tímabundin og ætluð þeim sem eru að kljást við færniskerðingu og þurfa heimaþjónustu.

Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara/íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliðum. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og virkja samfélagsþátttöku.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita markvissa hjúkrun til skjólstæðinga í endurhæfingu í heimahúsi, meta þörf fyrir hjúkrun, vera leiðbeinandi og leggja fram hjúkrunaráætlun fyrir starfsfólk teymis að fylgja eftir.

Hjúkrunarfræðingur starfar eftir gildandi markmiðum, hugmyndafræði og þjónustuferli Endurhæfingar í heimahúsi og Velferðasviðs. Þjónustunotendur eru allir þeir sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs í heimahúsum sökum öldrunar, veikinda eða fötlunar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi í hjúkrun.
  • Góð skipulagshæfni, tölvufærni, samskiptafærni og faglegur metnaður.
  • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt15. janúar 2025
Umsóknarfrestur5. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hraunbær 119, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar