

Hjúkrunarfræðingur - Heilsubrú HH
Heilsubrú Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisns óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í ótímabundin störf við heilsuvernd í framhaldsskólum frá og með 15. ágúst 2023.
Heilsubrú er ný eining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem hefur það að markmiði að efla faglegt starf og samræma þjónustu HH í þverfaglegu samstarfi. Heilsubrú er hugsuð sem viðbót við núverandi þjónustu og er markmið hennar að gera starfsemi HH markvissari með því að veita miðlæga fræðslu og ráðgjöf en einnig að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda einstaklinga.
Um er að ræða fimm 100% störf sem ráðið verður í mismunandi starfshlutfalli frá 30-100%
Við leitum að drífandi og jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að efla heilbrigði ungmenna þar sem áhersla er lögð á vegvísi um heilbrigðiskerfið, fræðslu og ráðgjöf við vægum vanda, s.s. tengdum geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

























