

Hjúkrunarfræðingur - Fjölbreytt starf á göngudeild þvagfæra
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild þvagfæra á 11A við Hringbraut. Um er að ræða 80-100% starf í dagvinnu.
Á göngudeild þvagfæra er sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með sjúkdóma í þvagfærum, utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram einnig ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum.
Starfsemin einkennist af teymisvinnu, góðum starfsanda, faglegum metnaði og sterkri liðsheild. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun í starfi og framundan eru spennandi verkefni í stafrænni þróun og þróun fjarþjónustu innan dag- og göngudeilda.
Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum einstaklingbundna aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Ráðið er í stöðuna frá 1. september eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
















































