

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild bæklunarskurðlækninga
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild bæklunarskurðlækninga í Fossvogi.
Á deildina leita sjúklingar á öllum aldri vegna brota og annara áverka. Einnig er þar sinnt eftirfylgd eftir aðgerðir sem og framkvæmdar dagaðgerðir. Mikil fjölbreytni er í starfi og góð samvinna starfsstétta. Á deildinni ríkir mjög góður starfsandi og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Starfið er laust frá 1. janúar 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 70-100% og unnið er í dagvinnu. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma og boðið upp á 4, 6 og 8 klst. vaktir. Aðlögun er með reyndum hjúkrunarfræðingum og starfið gefur góða möguleika á starfsþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






















































