Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Hjúkrunarfræðingar í sumar

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar. Um ýmis störf hjúkrunarfræðinga er að ræða bæði á heilsugæslu, í heimahjúkrun og á sjúkradeildir. Afleysiing í hluta af sumri kemur einnig vel til greina.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar (www.hvest.is).

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn störf hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu, í heimahjúkrun og á sjúkradeildum

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi 
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Starfsreynsla æskileg
Fríðindi í starfi

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis.

Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar