

Hjúkrunarfræðingar í sumar
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar. Um ýmis störf hjúkrunarfræðinga er að ræða bæði á heilsugæslu, í heimahjúkrun og á sjúkradeildir. Afleysiing í hluta af sumri kemur einnig vel til greina.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar (www.hvest.is).
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.
Almenn störf hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu, í heimahjúkrun og á sjúkradeildum
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Starfsreynsla æskileg
Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis.












