Landspítali
Landspítali
Landspítali

Hjúkrunarfræðingar - Gjörgæsla Hringbraut

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf með góðu samstarfsfólki og gott tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að þróa með sér faglega þekkingu í meðferð hágæslu- og gjörgæslusjúklinga. Boðið verður upp á einstaklingshæfða aðlögun, undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Á deildinni er einnig öflugt fræðslustarf og halda gjörgæsluhjúkrunarfræðingar og sérfræðingar í gjörgæsluhjúkrun utan um skipulag, leiðsögn og fræðslu. Á deildinni ríkir sérstaklega góður starfsandi. Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Unnið er í vaktavinnu skv. vaktaskipulagi deildar. Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Störfin eru laus frá 1. september n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Gjörgæsla heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu. Á deildinni starfa tæplega 90 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans.

Deildin þjónar einstaklingum, bæði börnum og fullorðnum, sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum. Þar er veitt almenn gjörgæslumeðferð ásamt mjög sérhæfðri meðferð t.d. eftir hjartastopp og opnar hjartaaðgerðir, meðferð með hjarta- og lungnavél og fleira. Deildin er opin allan sólarhringinn alla daga ársins. Vinnutímaskipulag er vaktavinna og unnið er á þrískiptum vöktum.

Gjörgæsludeildarnar á Hringbraut og í Fossvogi horfa í auknu mæli til samvinnu og stendur til að sameina deildarnar tvær við flutning í nýjan meðferðakjarna. Samvinna sem þessi getur falið í sér að hjúkrunarfræðingar á Hringbraut aðstoði gjörgæsluna í Fossvogi þegar þannig stendur á og öfugt.

Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum sem eru sjálfstæðir í starfi, með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita einstaklingshæfða hjúkrunarmeðferð, ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og aðstandenda þeirra
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Virk þátttaka í þróun hjúkrunar og uppbyggingu deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Sérnám í gjörgæsluhjúkrun er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
  • Frumkvæði, faglegur metnaður
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing stofnuð12. júní 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Staðsetning
Hringbraut 37-41 37R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (37)
Landspítali
Sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliðar á geðgjörgæslu 32C
Landspítali
Landspítali
Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar á geðgjörgæslu 32C
Landspítali
Landspítali
Starfsmaður í býtibúr
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliðar á taugalækningadeild
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild
Landspítali
Landspítali
Verkefnastjóri á sviði kennslu, skipulags og skráningar í sjúkraskrá
Landspítali
Landspítali
Verkefnastjóri á sviði fræðslumála
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Sérfræðilæknir í augnlækningum
Landspítali
Landspítali
Sérfræðilæknir í augnlækningum með sérhæfingu í augnskurðlækningum
Landspítali
Landspítali
Forstöðulæknir krabbameinsþjónustu
Landspítali
Landspítali
Forstöðulæknir hjartaþjónustu
Landspítali
Landspítali
Pípulagningarmaður - Tækniþjónusta Landspítala
Landspítali
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á endurhæfingardeild Grensás
Landspítali
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri/ rekstrarstjóri í sjúkrahúsapótek
Landspítali
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á endurhæfingardeild K1 Landakoti
Landspítali
Landspítali
Lífeindafræðingur - vaktavinna á rannsóknarkjarna
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingar á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Sérfræðilæknir í myndgreiningu á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri HERU
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Vöknun við Hringbraut
Landspítali
Landspítali
Skrifstofustarf - starfsmannafélag Landspítala
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði á hjartadeild
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á hjartadeild
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Landspítali
Landspítali
Málastjóri með heilbrigðismenntun á göngudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá haustönn 2024
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Umönnunarstörf á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Lyfjatæknir
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Ritara- og skrifstofustörf
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarnemi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi
Landspítali