
Hjúkrunarfræðingar
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Nú þegar starfa tveir hjúkrunarfræðingar í teyminu og er þjónustuteymið tiltölulega nýtt og er í stöðugri þróun. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að koma og starfa með okkur í þessum málaflokki.
Helsta hlutverk hjúkrunarfræðinga í teyminu er að meta þörf fyrir læknisþjónustu þeirra sem eftir henni óska og koma málum í viðeigandi farveg. Mörg málanna eru leyst innanhúss í hjúkrunarmóttöku en oft þarf að vísa fólki áfram í kerfinu og eru samskipti við aðra aðila í heilbrigðiskerfinu því mikil. Hjúkrunarmóttakan fer fram í samræmdri móttökumiðstöð í gamla Domus Medica á Egilsgötu og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Skjólstæðingar teymisins koma frá hinum ýmsu heimshornum og eru með ólíkan menningarbakgrunn, sem gerir starfið sérlega áhugavert og spennandi.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.











