Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun
Hlutverk Vinnumálastofnunar Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálráðuneytið og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.

Hjúkrunarfræðingar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Nú þegar starfa tveir hjúkrunarfræðingar í teyminu og er þjónustuteymið tiltölulega nýtt og er í stöðugri þróun. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að koma og starfa með okkur í þessum málaflokki.

Helsta hlutverk hjúkrunarfræðinga í teyminu er að meta þörf fyrir læknisþjónustu þeirra sem eftir henni óska og koma málum í viðeigandi farveg. Mörg málanna eru leyst innanhúss í hjúkrunarmóttöku en oft þarf að vísa fólki áfram í kerfinu og eru samskipti við aðra aðila í heilbrigðiskerfinu því mikil. Hjúkrunarmóttakan fer fram í samræmdri móttökumiðstöð í gamla Domus Medica á Egilsgötu og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Skjólstæðingar teymisins koma frá hinum ýmsu heimshornum og eru með ólíkan menningarbakgrunn, sem gerir starfið sérlega áhugavert og spennandi.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð
Viðtöl við skjólstæðinga sem óska eftir heilbrigðisþjónustu
Tilvísun í viðeigandi úrræði innan heilbrigðiskerfisins
Almenn hjúkrunarráðgjöf
Fylgja flóknari málum eftir
Vera málssvari umsækjenda um alþjóðlega vernd í heilbrigðiskerfinu
Vera tengiliður við heilbrigðiskerfið
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Skipulagshæfni og góð færni í samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Jákvæðni og lausnamiðuð nálgun
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Kostur ef viðkomandi talar spænsku, arabísku eða úkraínsku
Bílpróf
Auglýsing stofnuð2. júní 2023
Umsóknarfrestur16. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Egilsgata 3, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.