Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin orðin átta talsins í sex sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum. Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Hrafnista leitast við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki. Ef þú hefur áhuga á að komast í Hrafnistuhópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.
Hrafnista

Hjúkrunardeildarstjóri - Laugarás

Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða hjúkrunardeildarstjóra. Deildarstjóri er leiðtogi í hjúkrun og þjónustu við íbúa á hjúkrunardeild.

Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og drífandi leiðtoga sem hefur áhuga á að veita framúrskarandi og faglega þjónustu til handa íbúum heimilisins og aðstandendum þeirra.

Deildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.

  Helstu verkefni og ábyrgð
  Dagleg stjórnun og rekstur hjúkrunardeildar
  Ábyrgð á faglegri hjúkrun og gæðum í þjónustu
  Skipulagning og þróun þjónustu í samvinnu við forstöðumann
  Ráðgjöf, samskipti og fræðsla til íbúa og aðstandenda
  Þverfagleg teymisvinna innan heimilis og þvert á Hrafnistu
  Menntunar- og hæfniskröfur
  Íslenskt hjúkrunarleyfi
  Reynsla af stjórnun er kostur
  Reynsla af RAI-mælitækinu kostur
  Jákvæðni, drifkraftur og faglegur metnaður
  Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  Fríðindi í starfi
  Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, fjölskylduvænt umhverfi, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
  Auglýsing stofnuð17. maí 2023
  Umsóknarfrestur28. maí 2023
  Starfstegund
  Staðsetning
  Brúnavegur 13, 104 Reykjavík
  Hæfni
  PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
  Vinnuumhverfi
  Starfsgreinar
  Starfsmerkingar
  Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.