Frístundaleiðbeinandi með umsjón

Hitt húsið Pósthússtræti 3, 101 Reykjavík


Hitt Húsið óskar eftir að ráða áhugasamt fólk í hlutastörf í frístundastarf með ungmennum með fötlun á aldrinum 16 -20 ára eftir að skóladegi lýkur. Með það að markmiði að styðja við og efla félagslega þátttöku fatlaðra ungmenna í frístundum sínum. Vinnutíminn er frá kl. 13.00 - 17.00. Starfsemin fer fram á Rafstöðvarvegi 7-9 í Elliðaárdal

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Skipulagning á frístundastarfi í samvinnu við ungmenni með fötlun á aldrinum 16-20 ára.

Stuðla að þroska og virkni ungmenna með fjölbreyttum verkefnum.

Samráð og samvinna við ungmenni og starfsfólk.

Samskipti og samstarf við foreldra/forráðamenn.

 

Hæfniskröfur:

Reynsla af starfi með fötluðum er kostur.

Æskilegt er að viðkomandi sé orðin 20 ára.

Lipurð, sveigjanleiki og færni í samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Jákvæðni og opin fyrir nýjungum.

Geti unnið á jafningjagrundvelli.

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Pósthússtræti 3, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi