Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Héraðsskjalavörður á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar

Auglýst er laust til umsóknar starf héraðsskjalavarðar á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Um er að ræða 100% starf. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar var stofnað árið 1961 og er eitt 18 héraðsskjalasöfnun á Íslandi og lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Safnið er ekki sjálfstæð stofnun innan sveitarfélagsins heldur telst hluti af rekstri Safnahúss Borgarfjarðar.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum og nákvæmni. Við leitum eftir öflugum starfsmanni, með haldgóða þekkingu á skjalamálum, til að vinna á Héraðsskjalasafninu og vera hluti af starfsliði Safnahúss Borgarfjarðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að annast skráningu á skjölum og veita almenningi aðgang að þeim og öðrum safnkosti.
  • Hafa umsjón með, skipuleggja og veita ráðgjöf um skjalavistun til handa stofnunum á vegum sveitarfélagsins, bæði pappírs- og rafræna skjalavistun.
  • Að leiðbeina um vistun, varðveislu og grisjun skjala og hafa eftirlit með því að opinberum reglum sé fylgt.
  • Að annars daglega umsýslu, m.a. móttaka og skráning skjala, aðstoð og upplýsingagjöf til gesta og heimildaöflun.
  • Að innheimta þau skjöl frá stofnunum sveitarfélagsins sem skylt er að afhenda samkvæmt lögum og hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra.
  • Ber ábyrgð á skjalageymslum safnsins og ber faglega ábyrgð á því að varðveisla standist kröfur um ábyrga skjalavörslu.
  • Sér um miðlunarvef á vegum skjalasafns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á lögum, reglum og samþykktum er gilda um opinbera skjalavörslu.
  • Reynsla og þekking á skjalavörslu og rafrænni skjalavistun.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mjög góð samskiptahæfni, jákvæðni, lipurð í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á notkun algengra töluforrita, s.s. OneSystem og Office.
  • Þekking á staðháttum í sveitarfélaginu og stjórnsýslusögu þess kostur.
Auglýsing birt9. desember 2025
Umsóknarfrestur30. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bjarnarbraut 4-6 4R, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar