Flügger Litir
Flügger Litir
Flügger er rótgróið fyrirtæki en í Danmörku liggja rætur þess allt aftur til ársins 1890. Á Íslandi heldur fyrirtækið úti 6 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Fyrirtækið byggir afkomu sína á sölu málningar og tengdra vara til fagmanna og einkaaðila. Hjá Flügger litum starfa málarar og málarameistarar með mikla reynslu sem kappkosta að veita viðskiptavinum ráðgjöf sem byggist á reynslu og þekkingu, en það ásamt miklum vörugæðum er það sem Flügger er hvað þekktast fyrir.
Flügger Litir

Hlutastarf hjá Flügger

Flügger litir óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf í verslanir okkar á höfuðborgarsvæðinu

Í starfinu felst afgreiðsla á málningu og tengdum vörum, frágangur og almenn tiltekt.

Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi með góða hæfni í samskiptum.

Vinnutími er aðallega um helgar og er samkvæmt vaktakerfi. Afleysingar geta komið upp seinnipartinn á virkum dögum.

Við óskum eftir að umsækjendur hafi náð 17 ára aldri og hvetjum við öll kyn til að sækja um.

Við óskum eftir því að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst og búi yfir góðri íslenskukunnáttu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Söluráðgjöf
Þjónusturáðgjöf
Áfylling
Auglýsing stofnuð13. júní 2022
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Stórhöfði 44, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Sölumennska
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.