Sérkennari óskast

Heklukot Útskálar 2, 850 Hella


Leikskólinn Heklukot er staðsettur á Hellu í Rangárþingi ytra. Á Heklukoti er ný deild í undirbúningi og verður þá Heklukot fimm deilda leikskóli með um 90 nemendur.

Helstu verkefni sérkennara er samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi. Framhaldsmenntun í sérkennslu er æskileg eða reynsla af sérkennslu.

Umsækjandi þarf að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúinn til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans.

Aðstoð býðst við að finna húsnæði á staðnum.

Í Heklukoti er leikskólakennurum boðið uppá aukinn undirbúningstíma, fá samtals 9 tíma m.v. 100% starf.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí

Nánari upplýsingar veitir Rósa Hlín Óskarsdóttir, leikskólastjóri.

Umsóknarfrestur:

18.07.2019

Auglýsing stofnuð:

28.06.2019

Staðsetning:

Útskálar 2, 850 Hella

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi