
Heilsuleikskólinn Holtakot
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir Uppeldi til ábyrgðar auk LAL (leikur að læra skóli ). Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.
Lógó

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Auk þess vinnum við út frá Leikur að læra þar sem áherslan er á bóklegt nám í gengum leik.
Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.
Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
- Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
- Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
- Sér um foreldrasamstarf á deildinni
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Fríðindi í starfi
- Full stytting eða einn frídagur í mánuði og hluti af styttingu safnað í frídaga (sem teknir eru utan sumarorlofstímabils)
- Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt bókasafnskort í Bókasafn Garðabæjar ásamt fríu menningarkorti í Hönnunarsafn Íslands
- Eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk
Auglýsing birt10. apríl 2025
Umsóknarfrestur2. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Klettaborg

Ertu framsækinn kennari?
Hörðuvallaskóli

Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Hamra.
Leikskólinn Hamrar

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara
Garðabær

Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Á Flúðum vantar leikskólakennara til starfa
Hrunamannahreppur

Aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla
Hafnarfjarðarbær

Kennari á yngsta stigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Kennari – Leikskólinn Hlíðarendi
Hafnarfjarðarbær

Starf í leikskólanum í Marbakka
Marbakki

Reykhólaskóli auglýsir eftir leikskólakennurum
Reykhólahreppur