Garðabær
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir. Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.
Garðabær

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara* til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Leikskólinn er fjögurra deilda og þar eru börn á aldrinum 1- 5 ára. Lögð er áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru í starfi leikskólans. Heilsustefnan sem unnið er eftir í leikskólanum byggir á hreyfingu, listsköpun og næringu en markmið stefnunnar er að venja börn við heilbrigða lífsætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar.

Einkunnarorð leikskólans eru: Leikgleði - Agi - Lífsleikni

Það eru spennandi tímar framundan í Bæjarbóli með nýjum verkefnum

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Miðað er við stig B2 skv. evrópska tungumálarammanum
Góð samskiptahæfni og sveigjanleiki
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur6. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Bæjarbraut 7, 210 Garðabær
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.