Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæslan Miðbæ - móttökuritari

Heilsugæslan Miðbæ leitar að skemmtilegum, jákvæðum og lífsglöðum einstaklingi sem finnst gaman að taka á móti fólki í starf móttökuritara. Um er að ræða starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund viðkomandi. Ef þér finnst gaman að tala við fólk og veita framúrskarandi þjónustu þá viljum við gjarnan fá að hitta þig.

Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
  • Uppgjör í lok dags
  • Afgreiðsla tímapantana í afgreiðslu
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun og frágangi gagna
  • Aðstoða hjúkrunarfræðinga eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af móttökuritarastarfi æskileg
  • Jákvæðni og rík þjónustulund
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af Sögukerfi kostur
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnátta æskileg
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vesturgata 7, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar