Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu. Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heillar hjúkrun í fjölmenningarlegu umhverfi þig?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að hjúkrunarfræðingi til starfa við Heilbrigðisskoðun innflytjenda. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 15. júní nk. eða eftir nánari samkomulagi.

Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á nýjum og líflegum vettvangi sem er í sífeldri þróun. Heilbrigðisskoðun innflytjenda leggur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu.

Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
Heilbrigðisskoðun innflytjenda og einstaklinga sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi
Aðstoða við að koma málefnum innflytjenda í farveg í heilbrigðiskerfinu
Veita fjölmenningarlega hjúkrun
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Fjölbreytt reynsla af hjúkrun
Faglegur metnaður og áhugi á teymisvinnu
Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund
Áhugi á fjölmenningu
Sjálfstæði í starfi
Góð íslensku- og enskukunnátta
Góð almenn tölvuþekking
Auglýsing stofnuð5. maí 2023
Umsóknarfrestur2. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Egilsgata 3, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.