Verkefnastjóri á skrifstofu námsbrauta

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Hringbraut 31, 101 Reykjavík


Verkefnastjóri á skrifstofu námsbrauta í geisla- og lífeindafræði, Heilbrigðisvísndasvið, Háskóli Íslands 

Laust er til umsóknar 50% starf verkefnastjóra á sameiginlegri skrifstofu námsbrauta í geisla- og lífeindafræði innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Um framtíðarstarf er að ræða.

Námsbrautirnar eru til húsa í Stapa við Hringbraut 31, steinsnar frá Háskólatorgi og hringiðu háskólasamfélagsins. Við námsbrautirnar starfa á annan tug fastráðinna kennara, auk fjölda stundakennara. Viðkomandi kemur til með að starfa náið með námsbrautarstjórum, kennurum og starfsfólki á skrifstofu Læknadeildar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn stjórnsýslustörf, þ.m.t. þjónusta við nemendur, kennara og aðra sem til deildarinnar leita
 • Kennsluáætlanir og uppgjör
 • Vinna við kennsluskrá, stundaskrár, stofubókanir og prófahald
 • Kynningamál og viðburðir á vegum námsbrautanna
 • Undirbúningur fyrir brautskráningu
 • Undirbúningur fyrir fundi og eftirfylgni ýmissa mála
 • Ýmis önnur störf

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf sem nýtist starfi
 • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
 • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
 • Reynsla af störfum í háskólaumhverfi er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf í ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands 

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu- og rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Nánari upplýsingar veita:
Heiður Reynisdóttir - hr@hi.is - 525 5442
Guðlaug Björnsdóttir - gub@hi.is - 525 5996/899 9692

Umsóknarfrestur:

24.06.2019

Auglýsing stofnuð:

06.06.2019

Staðsetning:

Hringbraut 31, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf Heilbrigðisþjónusta Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi